Öll helsta þjónusta kvensjúkdómalækninga og fæðingarhjálpar

Hamraborg 1
5. Hæð
200, Kópavogur

15.000+

Ánægðir viðskiptavinir

Ný stofa í hjarta Kópavogs

Jón Torfi, kvensjúkdómalæknir vinnur í 100% starfshlutfalli sem er liður í að tryggja gæði þjónustu og auðvelda eftirfylgni við sjúklinga. Sé erindið brýnt er mögulegt að óska eftir þjónustu samdægurs, sérfræðimóttöku eða símtali.

Framúrskarandi þjónusta

Stofan

Til að viðhalda fagmennsku og framúrskarandi þjónustu gætum við þess að vera ávallt með sem vandaðastan tækjakost.
Mikil áhersla er lögð á hreinlæti á læknastofunni

Læknirinn

Jón Torfi er læknir og lífefnafræðingur, auk þess að vera sérfræðingur á sviði kvensjúkdóma og fæðingarhjálpar. Hann stundaði sérnám sitt í Noregi, m.a. við Haukeland háskólasjúkrahúsið.

Ferlið

Bóka tíma

Þú bókar tíma í gegnum vefsíðuna og færð næsta lausa tíma bókaðan

Skoðun

Þú mætir í tímann þar sem læknir skoðar þig og fer yfir málin með þér

Lausnir

Í samráði við lækninn komist þið að sameiginlegri lausn ef við á

Viðfangsefni

Blæðingar

Óreglulegar blæðingar (t.d. vegna fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum; PCOS)
Blæðingastopp
Blæðing eftir tíðahvörf
Miklar blæðingar

Breytingaskeið

Greining og meðferð einkenna breytingaskeiðs

Getnaðarvarnir

Ráðgjöf
Uppsetning á lykkjum (hormónalykkjur/koparlykkjur)

Krabbameinsskoðun

Legháls (frumustrok, leghálsspeglun og sýnataka)
Brjóst (hnútur í brjósti)
Leg (blæðing eftir tíðahvörf)
Eggjastokkar

Kviðverkir

Uppvinnsla
Verkir við blæðingar (túrverkir)
Blöðrur á eggjastokkum

Kynlífsvandamál

Minnkuð kynhvöt
Verkir við samfarir

Kynsjúkdómar

Greining og meðferð

Meðganga og fæðing

Snemmsónar (ómskoðun á fyrsta þriðjungi meðgöngu)
Blæðing á meðgöngu
Ógleði á meðgöngu
Skoðun eftir fæðingu; eftirskoðun

Ófrjósemi

Aðstoð við glasafrjóvgunarmeðferðir hérlendis eða erlendis
Greining, ráðgjöf og meðferð

Tíðahvörf

Hita- og svitakóf
Þurrkur í leggöngum
Þvagfæravandamál

Stofan

Skýr svör

Sjúklingar fá rannsóknarsvör (frumustrok frá leghálsi, kynsjúkdómapróf, vefjasýni frá legslímhúð, vefjasvar eftir brottnám á húðbreytingu, blóðprufusvör) send með tölupósti eða með símtali. Sé rannsóknarsvar afbrigðilegt er látið vita og sé það eðlilegt er einnig látið vita af því. Þannig þarftu ekki að velta því fyrir þér hvort niðurstöður hafi örugglega verið kannaðar. Sé óskað eftir símatíma, lyfjaendurnýjun eða viðtalstíma samdægurs er reynt að verða við því.

Vel tækjum búin

Til að viðhalda fagmennsku og framúrskarandi þjónustu gætum við þess að vera ávallt með sem vandaðastan tækjakost.

Hreinlæti

Sá hluti ómtækis sem fer í leggöng fer í gegnum sérstaka hreinsun sem besta umsögn fær hjá sýkingarvarnardeild Landspítalans. Þessi meðhöndlun drepur allar bakteríur og veirur án þess að notuð séu kemísk efni. Áhöld sem komast í snertingu við vefi eru dauðhreinsuð og þau sem fara í gegnum vefi eru pökkuð eftir dauðhreinsun og sett í svokallaðan „autoklava“ öðru sinni. Allar konur fá hreinan slopp við komu.

Finndu okkur á kortinu

is_ISIS