Læknirinn

Jón Torfi er læknir og lífefnafræðingur, auk þess að vera sérfræðingur á sviði kvensjúkdóma og fæðingarhjálpar

Eða hringdu í 883-3388

Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp

Jón Torfi er læknir og lífefnafræðingur, auk þess að vera sérfræðingur á sviði kvensjúkdóma og fæðingarhjálpar. Hann stundaði sérnám sitt í Noregi, m.a. við Haukeland háskólasjúkrahúsið þar sem árlegur fjöldi fæðinga er um 5200 (Rvk= 3000 – 3300 árlega). Jón Torfi er aðalhöfundur tveggja viðamikilla og ritrýndra vísindagreina á sviði legslímuflakks (endometriosis). Hann hefur einnig hlotið rannsóknarstyrki og unnið til fjölda verðlauna sem tengjast áðurnefndum rannsóknum. Þá var hann stundakennari við Læknadeild H.Í. samhliða læknanámi þar sem hann kenndi læknanemum undirstöðuatriði legslímuflakks.

Íslenskt sérfræðileyfi í fæðingum og kvensjúkdómum

(2015)

Kandídatspróf frá Læknadeild Háskóla Íslands

(2005)

Verknám á æðaskurðdeild, Yale New Haven Hospital, USA

(2005)

Rannsóknardvöl á kvennadeild Baylor College of Medicine, Houston, Texas, USA

(2003)

B.Sc. próf í lífefnafræði frá Háskóla Íslands

(1999)

Viðurkenningar og styrkir

  1. The best oral abstract of the day“ á hinu norræna NFOG þingi (The Nordic Federation of Obstetrics and Gynecology congress) árið 2004, Helsinki, Finnlandi. Erfðafræði legslímuflakks (Endometriosis).
  2. Jón Torfi hlaut “The best poster presentation of the day“ á hinu norræna NFOG þingi (The Nordic Federation of Obstetrics and Gynecology Congress) árið 2004, Helsinki, Finnlandi. Erfðafræði legslímuflakks (Endometriosis).
  3. Veggspjald valið til kynningar með fyrirlestri á NFOG (The Nordic Federation of Obstetrics and Gynecology) árið 2006 í Gautaborg, Svíþjóð. Faraldsfræði legslímuflakks (Endometriosis).
  4. Vísindastyrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2001 vegna rannsókna á faraldsfræði legslímuflakks (Endometriosis).
  5. Vísindastyrkur frá Landlæknisembættinu árið 2003 vegna rannsókna á erfðaþáttum legslímuflakks (Endometriosis) sem fram fóru á Baylor College of Medicine, Houston, Texas, USA.
  6. Vísindastyrkur úr Vísindasjóði Landspítalans árið 2005 vegna rannsókna á áhrifum C-Vítamíns í stórum skömmtum hjá konum með vefjafræðilega staðfest legslímuflakk (Endometriosis).
  7. Að auki fjöldi greina í innlend tímarit og dagblöð. Samkvæmt því sem að ofan greinir má segja að legslímuflakk sé eins konar áhuga- og undirsvið Jóns Torfa á sviði kvensjúkdóma.

Rannsóknir og námsdvöl

  1. Erfðir legslímuflakks. Samstarfsverkefni Íslenskrar erfðagreiningar, Kvennadeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss og Baylor College of Medicine, Houston, Texas, USA.
  2. Faraldsfræði legslímuflakks á Íslandi á 20 ára tímabili.
  3. Áhrif C-Vítamíns í stórum skömmtum hjá konum með vefjafræðilega staðfest legslímuflakk (Endometriosis). For-rannsókn.
  4. Kennsla læknanema sem sóttu námskeið í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við Læknadeild Háskóla Íslands árin 2003 og 2004.
  5. Verknám í skurðlæknisfræði við læknadeild Yale Háskóla, New Haven, USA (Januar-febrúar 2005).

Vísindagreinar

  1. Gylfason JT, Kristjansson KA, Sverrisdottir G, Jonsdottir K, Rafnsson V, Geirsson RT. Pelvic endometriosis diagnosed in an entire nation over 20 years. Am J Epidemiol. 2010 Aug1;172(3):237-43.
    Tímaritið hefur impact factor 5,0.
  2. Gylfason JT, Dang D, Petursdottir V, Benediktsdottir KR, Geirsson RT, Poindexter A, Mitchell-Leef D, Buster JE, Carson SA, Simpson JL, Bischoff FZ.Quantitative DNA perturbations of p53 in endometriosis: analysis of American and Icelandic cases. Fertil Steril. 2005 Nov;84(5):1388-94.
    Tímaritið hefur impact factor 5,2.
  3. Einarsson HB, Mikkelsen R, Gylfason JT, Lutzhoft JH. Visna of Egill Skallagrimsson. Laeknabladid. 2019 Mai;105(5):223-230.
    Tímaritið hefur impact factor ca 0,3.
Impact factor (IF) eða scientometric index mætti kalla slagkraft vísindatímarits sem endurspeglar hve oft á einu ári er vitnað í vísindagreinar tímaritsins sem komu út á tveggja ára tímabili.
is_ISIS