Fyrsta heimsóknin
Það kemur sá tími í lífi sérhverrar konu að hún þarf að fara í skoðun til kvensjúkdómalæknis
Vertu viss um meginástæðu þess að þú pantaðir tíma
Yfirgnæfandi líkur eru á því að upplifun þín verði jákvæð eftir að læknirinn hefur frætt þig um það sem óljóst var fyrir komuna
Sumum þykir hjálplegt að hafa góða vinkonu eða jafnvel móður sína með í viðtalinu
Róleg tónlist er inni á stofunni til að skapa notalegt andrúmsloft
Mismunandi er hvenær stúlkur/konur koma fyrst til kvensjúkdómalæknis, en það getur verið frá upphafi blæðinga til þess tíma sem hún byrjar að stunda kynlíf
Mörgum konum finnst tilhugsunin um kvenskoðun vera erfið. Ekki krefjast þó allar heimsóknir þess að kvenskoðun sé gerð en sé þess óskað er það auðvitað gert og virðingar gætt. Konan fær þá hreinan hlífðarslopp
Sumar konur koma fyrst 23 ára en þá byrjar skimun fyrir leghálskrabbameini, svokölluð krabbameinsskoðun sem gengur út á að greina forstigsbreytingar (frumubreytingar) áður en þær verða að krabbameini. Þessi skimun er nauðsynleg þrátt fyrir að þú hafir verið bólusett fyrir HPV veirum (human papillomavirus; HPV)Hámarksbiðtími eru fjórir virkir dagar en sé erindið brýnt er mögulegt að óska eftir þjónustu samdægurs, sérfræðimóttöku eða símtali.