Stofan

Stofan er staðsett í Hamraborg 1, 5 hæð (200 Kópavogi)
Gott aðgengi er inn á stofuna.

Eða hringdu í 883-3388

Hreinlæti

Mikil áhersla er lögð á hreinlæti á læknastofunni

 Sá hluti ómtækis sem fer í leggöng fer í gegnum sérstaka hreinsun sem besta umsögn fær hjá sýkingarvarnardeild Landspítalans. Þessi meðhöndlun drepur allar bakteríur og veirur án þess að notuð séu kemísk efni. Byggir tæknin á notkun útfjólublárrar geislunar. Tækið Hypernova Chronos kemur frá framleiðandanum Germitec og erum við fyrsta einkarekna læknastofa landsins til að taka þessa fullkomnu og umhverfisvænu tækni í notkun. Áhöld sem komast í snertingu við vefi eru dauðhreinsuð og þau sem fara í gegnum vefi eru pökkuð eftir dauðhreinsun og sett í svokallaðan „autoklava“ öðru sinni. Allar konur fá hreinan slopp við komu.

Skýr svör

Greinagóð og nákvæm svör

Sjúklingar fá rannsóknarsvör (frumustrok frá leghálsi, kynsjúkdómapróf, vefjasýni frá legslímhúð, vefjasvar eftir brottnám á húðbreytingu, blóðprufusvör) send með tölupósti eða með símtali. Sé rannsóknarsvar afbrigðilegt er látið vita og sé það eðlilegt er einnig látið vita af því. Þannig þarftu ekki að velta því fyrir þér hvort niðurstöður hafi örugglega verið kannaðar. Sé óskað eftir símatíma, lyfjaendurnýjun eða viðtalstíma samdægurs er reynt að verða við því.

Vel tækjum búin

Til að viðhalda fagmennsku og framúrskarandi þjónustu gætum við þess að vera ávallt með sem vandaðastan tækjakost.

is_ISIS